The Balancing Work logo - click for Home Page

EMF Balancing Technique, LatticeLogic, The Symbol, UCL Tai Ji, Yoga for The Lattice, Reflections, The Waves


EMF Balancing Technique® heimsskrá meðferðaraðila

Vinsamlega lestu um EMF meðferðartíma áður en þú hefur samband við EMF meðferðaraðila.

Hvað er EMF meðferðaraðili?

Það eru fjórar tegundir af EMF meðferðaraðilum:

Löggiltur meðferðaraðili stiga I-IV – hefur lokið 6 daga þjálfun í undirstöðuatriðum fyrstu fjögurra stiga (I-IV) tækninnar, fylgt eftir með yfirgripsmiklu starfsnámi undir leiðsögn umsjónarkennara. Í starfsnáminu hefur hann bæði sýnt færni í framkvæmd fyrstu fjögurra stiganna og skilning á undirstöðuatriðum tækninnar sem liggja að baki framkvæmdinni. Löggiltur meðferðaraðili getur einnig verið löggiltur „Meistari Iðkunar” meðferðaraðili stiga V-VIII.

Löggiltur „Meistari Iðkunar” meðferðaraðili stiga V-VIII – hefur lokið 6 daga þjálfun í undirstöðuatriðum síðari fjögurra stiga (V-VIII) tækninnar, fylgt eftir með yfirgripsmiklu starfsnámi undir leiðsögn umsjónarkennara / „Meistara Iðkunar” kennara. Í starfsnáminu hefur hann bæði sýnt færni í framkvæmd síðari fjögurra stiganna og skilning á undirstöðuatriðum tækninnar sem liggja að baki framkvæmdinni.

Allir meðferðaraðilar sem birtast í þessari skrá hafa starfsleyfi EEI til að iðka tæknina. Ef EMF meðferðaraðilinn þinn birtist ekki og þú vilt staðfesta stöðu starfsleyfis hans, vinsamlega sendu tölvupóst á: elan@thebalancingwork.com

Ef þú hefur áhuga á að gerast EMF Balancing Technique meðferðaraðili, vinsamlega hafðu samband við EMF kennara á landsvæði þínu, annað hvort með því að nota Kennaraskrá okkar eða í gegnum Námsáætlun.

Skoða EMF Balancing Technique heimsskrá löggiltra meðferðaraðila


Meðferðartímar