EMF Balancing Technique, LatticeLogic, The Symbol, UCL Tai Ji, Yoga for The Lattice, Reflections, The Waves
Vinsamlega lestu um EMF meðferðartíma áður en þú hefur samband við EMF meðferðaraðila.
Löggiltur meðferðaraðili stiga I-IV – hefur lokið 6 daga þjálfun í undirstöðuatriðum fyrstu fjögurra stiga (I-IV) tækninnar, fylgt eftir með yfirgripsmiklu starfsnámi undir leiðsögn umsjónarkennara. Í starfsnáminu hefur hann bæði sýnt færni í framkvæmd fyrstu fjögurra stiganna og skilning á undirstöðuatriðum tækninnar sem liggja að baki framkvæmdinni. Löggiltur meðferðaraðili getur einnig verið löggiltur „Meistari Iðkunar” meðferðaraðili stiga V-VIII.
Löggiltur „Meistari Iðkunar” meðferðaraðili stiga V-VIII – hefur lokið 6 daga þjálfun í undirstöðuatriðum síðari fjögurra stiga (V-VIII) tækninnar, fylgt eftir með yfirgripsmiklu starfsnámi undir leiðsögn umsjónarkennara / „Meistara Iðkunar” kennara. Í starfsnáminu hefur hann bæði sýnt færni í framkvæmd síðari fjögurra stiganna og skilning á undirstöðuatriðum tækninnar sem liggja að baki framkvæmdinni.
Allir meðferðaraðilar sem birtast í þessari skrá hafa starfsleyfi EEI til að iðka tæknina. Ef EMF meðferðaraðilinn þinn birtist ekki og þú vilt staðfesta stöðu starfsleyfis hans, vinsamlega sendu tölvupóst á: elan@thebalancingwork.com
Ef þú hefur áhuga á að gerast EMF Balancing Technique meðferðaraðili, vinsamlega hafðu samband við EMF kennara á landsvæði þínu, annað hvort með því að nota Kennaraskrá okkar eða í gegnum Námsáætlun.
Skoða EMF Balancing Technique heimsskrá löggiltra meðferðaraðila